Höfnuðu úrslitakostum Pútíns vegna Maríupol

Úkraínska borgin Maríupol er illa farin eftir árásir Rússa.
Úkraínska borgin Maríupol er illa farin eftir árásir Rússa. AFP

Úkraínumenn hafa hafnað úrslitakostum Rússa um að gefast upp og láta af hendi borgina Maríupol í suðurhluta landsins.

Frestur hafði verið gefinn til morguns.

Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, virti frestinn að vettugi og sagði að rússnesk stjórnvöld ættu frekar að leyfa þeim hundruðum þúsunda íbúa sem væru fastir í borginni að komast þaðan í burtu.

„Við getum ekki rætt um að leggja niður vopnin,“ sagði Vereshchuk við úkraínska fréttamiðilinn Ukrainska Pravda. „Við höfum nú þegar látið Rússana vita af því.“

Herstjórn Rússa hafði varað yfirvöld í Maríupol við því að þau hefðu frest til klukkan fimm í morgun að staðartíma til að svara kröfum sem voru skrifaðar á átta blaðsíður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert