Zhírínovskí látinn

Vladimir Zhirinovsky,
Vladimir Zhirinovsky, AFP

Vladimír Zhírínovskí, leiðtogi Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins á rússneska þinginu, er látinn 75 ára að aldri. BBC greinir frá. 

Zhírínovskí var öfgahægriþingmaður sem byggði stjórnmálaferil sinn á innblásnum eldræðum og skringilegum uppákomum í þinginu. 

Bauð Zhírínovskí sig fram til embætti forseta Rússlands í sex skipti og var hluti af stjórnarandstæðu á rússneska þinginu alla stjórnmálatíð sína.

Þá var Zhírínovksí mikill talsmaður þess að Ísland yrði gert að fangeyju fyrir Evrópu alla þar sem fangar ættu erfitt með að flýja eyjuna. Spáði hann fyrir um stríð Rússa í Úkraínu í desember síðastliðnum. 

Hélt Zhírínovksí því fram að hann hafi fengið átta sprautur af bóluefnum við Covid-19 en smitaðist af veirunni og lést, nokkrum vikum eftir að hafa lagst inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Andlát hans var síðan ekki staðfest fyrr en í dag, af forseta Dúmunnar, rússneska þingsins. 

mbl.is