Missir af opnun þingsins í fyrsta sinn í 59 ár

Elísabet önnur, drottning Bretlands, og Karl Bretabrins árið 2019.
Elísabet önnur, drottning Bretlands, og Karl Bretabrins árið 2019. AFP/Leon Neal

Elísabet önnur, drottning Bretlands, mun ekki taka þátt í opnunarathöfn breska þingsins í dag samkvæmt læknisráði.

Aðeins tvisvar sinnum áður hefur hún misst af þessum viðburði, árið 1959 þegar hún var ólétt af Andrési prinsi, og síðast árið 1969 þegar hún var ófrísk af Játvarði prinsi.

Í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að drottningin, sem er 96 ára gömul, hafi tekið þessa ákvörðun með trega en hún er með skerta hreyfigetu.

Karl Bretaprins mun sitja athöfnina í fjarveru móður sinnar en mun ekki sitja í hásætinu sem drottningin situr venjulega í, né bera kórónu.

Elísabet mun í júní vera búin að vera drottning í 70 ár.

mbl.is