Mæla með 21 dags einangrun útsettra

Apabóluveiran smitast með nánum kynnum.
Apabóluveiran smitast með nánum kynnum. AFP

Alls hafa nú greinst 57 apabólusmit í Bretlandi. Flest smitin hafa greinst í Englandi en nokkur í  Skotlandi. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi greindu frá þessu í dag. 

Heil­brigðis­ör­ygg­is­stofn­un Bret­lands mælir með því að einstaklingar sem útsettir eru fyrir smitum einangri sig í 21 sólarhring, þrátt fyrir að finna ekki fyrir einkennum.

Þá hefur Bretland keypt birgðir af bóluefnum gegn bólusótt (e. smallpox), sem útsettum stendur til boða, til þess að fyrirbyggja sýkingar og draga úr líkum á alvarlegum veikindum.

mbl.is