Lyman undir stjórn Rússa

Igor (til hægri) heldur á þriggja ára syni sínum. Við …
Igor (til hægri) heldur á þriggja ára syni sínum. Við hlið hans, Yana, konan hans. Myndin er tekin í skotheldri rútu sem með flóttafólk frá Lyman. AFP

Rússneski herinn hefur lýst yfir að hann hafi náð yfirráðum yfir borginni Lyman í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu. 

Borgin er á mikilvægri staðsetningu fyrir landvinninga Rússa í Donbass-svæðinu í austurhluta Úkraínu þar sem lestarsamgöngur á svæðinu fara að miklu leyti í gegnum borgina. Rússneskt herlið nálgast nú tvær lykilborgin sem enn eru undir stjórn Úkraínumanna 

Yfirlýsing Rússa kemur heim og saman við upplýsingar sem breski herinn býr yfir. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bretlands segir að líklegt sé að Rússar ráði nú yfir Lyman að mestu leyti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert