Apabóla verði kölluð hMPXV

Mynd af apabóluvírus frá árinu 2001.
Mynd af apabóluvírus frá árinu 2001. AFP/RKI/Andrea Maennel/Andrea Schnartendorff

Leitað er að nýju nafni fyrir apabólu eftir að 30 vísindamenn sögðu í síðustu viku nauðsynlegt að finna nýtt nafn á sjúkdóminn sem ýtir ekki undir fordóma, er segir í frétt BBC.

Vísindamennirnir segja að bæði sé vitlaust og fordómafullt að tala um vírusinn sem afrískan.

Eitt nafn sem vísindamenn hafa stungið upp á er hMPXV, en það hefur ekki verið staðfest af Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO).

Neyðarfundur í næstu viku

Í kringum 1600 tilfelli af sjúkdómnum hafa verið tilkynnt á alþjóðavísu síðustu vikur en hann er skyldur bólusótt, en er þó ekki eins alvarlegur.

Neyðarfundur á að vera í næstu viku hjá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni til að meta hvort sjúkdóminn eigi að skilgreina sem sem neyðarástand á heimsvísu. Aðeins svínaflensan, mænusótt, Ebóla, Zikaveiran og Covid-19 hafa verið skilgreind á þessu hæsta neyðarstigi WHO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert