ESB kaupir 11 þúsund skammta af apabólubóluefni

Fyrstu ein­kenni apabólu líkj­ast flensu­ein­kenn­um, hiti, vöðva­verk­ir, þreyta og höfuðverk­ur. …
Fyrstu ein­kenni apabólu líkj­ast flensu­ein­kenn­um, hiti, vöðva­verk­ir, þreyta og höfuðverk­ur. Tveim­ur til þrem­ur dög­um síðar koma fram út­brot sem oft fylg­ir kláði og óþæg­indi. AFP

Evrópusambandið (ESB) mun kaupa 11 þúsund skammta af bóluefni gegn apabólu. Skömmtunum verður dreift á milli aðildarríkja sambandsins.

Bóluefnið er framleitt af danska fyrirtækinu Bavarian Nordic sem býr nú þegar til bóluefni gegn bólusótt. 

„Með samkomulaginu sem var samþykkt í dag, tryggjum við að íbúar ESB hafi aðgang að bóluefninu, sem mikil þörf er á til þess að vernda fólk sem hefur orðið útsett fyrir apabólu,“ sagði Stella Kyriakides, heil­brigðismálaráðherra fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Dreifing á efninu mun hefjast í lok júní og mun einnig ná til ríkja sem eru ekki í ESB, svo sem til Noregs og Íslands.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur greint frá því að frá byrjun maí hafi 1.285 tilfelli af apabólu greinst í 28 ríkjum utan Afríku, þar sem veiran á sér uppruna. 

900 tilfelli hafa greinst í aðildarríkjum ESB að sögn sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina