Löng biðröð við fjöldahjálparstöð

Lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s.
Lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í fjöldahjálparstöð sem var opnuð á nýjan leik í Kaupmannahöfn í morgun vegna skotárásarinnar í borginni í gær.

Fréttamaður danska ríkisútvarpsins á staðnum greinir frá því að röðin nái næstum eins langt og augað eygir.

Verslunarmiðstöðin Field´s.
Verslunarmiðstöðin Field´s. AFP/Thibault Savary

Inni í miðstöðinni er fólk spurt nánar út í hvers vegna það er mætt þangað. Sálfræðingar, geðlæknar og hjúkrunarfræðingar eru til taks. 

Það eru einnig lögreglumenn ef vitni vilja stíga fram og greina frá því sem þau sáu.

Hópur fólks hefur í morgun lagt niður blóm fyrir framan inngang verslunarmiðstöðvarinnar Field's þar sem skotárásin var gerð til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar í gær.

Fórnarlambanna minnst.
Fórnarlambanna minnst. AFP/Thibault Savary
AFP/Thibault Savary
mbl.is