Fimmti ráðherrann segir af sér

Ríkisstjórn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, virðist hanga á bláþræði er …
Ríkisstjórn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, virðist hanga á bláþræði er fimm ráðherrar hafa sagt starfi sínu lausu. AFP/Daniel Leal

Ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Boris Johnsons í Bretlandi er fimmti ráðherrann til að segja af sér í mótmælaskyni við Johnson.

„Ég segi af mér starfi ráðherra húsnæðismála með sorg í hjarta,“ segir ráðherrann Stuart Andrew í tísti.

Áður höfðu sagt af sér Sajid Javid heil­brigðisráðherra, Ris­hi Sunak fjár­málaráðherra, Will Quince, barna­mála- og fjöl­skylduráðherra og Laura Trott, ráðherra sam­göngu­mála.

Johnson sagðist á þinginu fyrr í dag ekki myndu segja af sér.

„Starf for­sæt­is­ráðherra í erfiðum aðstæðum, þegar þú stend­ur frammi fyrir risa­stóru verk­efni, er að halda ótrauður áfram og það er það sem ég ætla að gera,“ sagði John­son.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/07/06/boris_aetlar_ekki_ad_segja_af_ser/

mbl.is