Rússneskar hersveitir hafa þurft að yfirgefa hvert svæðið á fætur öðru í norðausturhluta Úkraínu, þar á meðal borgina Izium á Donbass-svæðinu. Um er að ræða þáttaskil í stríðinu, að því er frá greinir á fréttavef New York Times.
Valeriy Marchenko, borgarstjóri Izium, staðfesti í gær að borgin hafi verið frelsuð. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að hersveitir hafi fært sig um set til þess að endurskipuleggja sig.
Næstu þrír mánuðir verða mikilvægir í stríðinu, ekki síst þegar veturinn gengur í garð. „Staðan verður skýrari með hverjum deginum og leiðin til endurheimtar landsins okkar er til staðar,“ sagði Volodimír Selenskí í gær.
Úkraínskar hersveitir hafa aftur náð landi sem spannar 300 þúsund ferkílómetra á sitt vald, í gagnárásum í norðausturhluta landsins, það sem af er mánuði.
Úkraínski hershöfðinginn Valeriy Zaluzhny segir frá þessu í yfirlýsingu. „Við höfum sótt í okkur veðrið umhverfis Karkív, ekki bara í suðri og austri heldur líka í norðri. Við erum staðsett 50 kílómetra frá landamærunum,“ segir hann.
To grasp the smartness of #UkrainianArmy, consider this: they’ve been ANNOUNCING this strategic counteroffensive since May, only hinted at a different place. They did it coordinated & consistent enough till #Russia was 100% duped.#UkraineWillWin #StandWithUkraine pic.twitter.com/KcGXmlc6a8
— olexander scherba🇺🇦 (@olex_scherba) September 11, 2022