Úkraínumenn áttfalt fleiri en Rússar

Gagnsókn Úkraínumanna í Kharkiv-héraði í Úkraínu miðar vel en Vitaly Ganchev sagði í samtali við rússneska alríkissjónvarpið að úkraínski herinn hafi náð völdum á þorpi í norðri. Fjöldi Úkraínumanna var um átta sinnum fleiri en tala Rússa að sögn Ganchev.

Úkraínski herinn segist hafa náð aftur yfirráðum yfir þrjú þúsund ferkílómetra landsvæði í norðri í Kharkiv héraði og að herinn hafi náð völdum yfir tuttugu þorpum síðastliðinn sólarhring. Þetta greinir BBC frá.

Herja á endurheimt svæði

Dmity Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, segir aftur á móti að aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu muni halda áfram þar til upphaflegum markmiðum yrði náð.

Rússar segja að hersveitir þeirra herji nú á svæðum sem Úkraínumenn hafa endurheimt, þar á meðal Izyum og Kupiansk sem Úkraínumenn náðu völdum á laugardaginn. Valerii Marchenko, borgarstjóri Izyum, sagði í samtali við BBC að Úkraínu her væri í borginni og að fáni Úkraínu væri kominn á flaggstöng.

Gagnsókn Úkraínumanna miðar vel en þeir segjast hafa náð yfirráðum …
Gagnsókn Úkraínumanna miðar vel en þeir segjast hafa náð yfirráðum yfir þrjú þúsund ferkílómetra landsvæði í norðri í Kharkiv-héraði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert