Metfjöldi Rússa yfir finnsku landamærin

Rútur og bílar frá Rússlandi við finnsku landamærin í Virolahti,
Rútur og bílar frá Rússlandi við finnsku landamærin í Virolahti, AFP/Jussi Nukari/Lehtikuva

Ekki hafa fleiri Rússar farið yfir landamærin til Finnlands á einni helgi á þessu ári en um liðna helgi. Þetta gerðist eftir herkvaðningu í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.

„Síðasta helgi var sú fjölmennasta á þessu ári hvað viðkemur umferð um landamærin í austri,“ sagði Mert Sasioglu hjá finnska landamæraeftirlitinu við AFP.

Að sögn landamæraeftirlitsins fóru tæplega 8.600 Rússar yfir landamærin til Finnlands á jörðu niðri og næstum 4.200 fóru þangað á hinn mátann.

Í gær höfðu yfir 8.300 Rússar komið til Finnlands og næstum 5.100 yfirgefið landið.

Finnskir landamæraverðir skoða bíl í eigu 23 ára Rússa sem …
Finnskir landamæraverðir skoða bíl í eigu 23 ára Rússa sem kom til landsins í gær. AFP/Jussi Nukari/Lehtikuva

„Um tvöfalt fleiri komu til landsins en fyrir viku,“ sagði Sasioglu.

„Helsta ástæðan er herkvaðningin en einnig má útskýra þetta að hluta til með því að bæði Finnar og Rússar afléttu Covid-reglum sem höfðu verið í gangi í sumar.“

Finnsk stjórnvöld greindu frá því 23. september að þau ætluðu að „draga umtalsvert úr móttöku rússneskra ríkisborgara“ og að ákvörðuninni yrði framfylgt að fullu „á næstu dögum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert