Niemann lætur ekki deigan síga

Hans Niemann.
Hans Niemann. Mynd/Lennart Ootes

Bandaríski stórmeistarinn í skák, Hans Niemann, segist ekki ætla að „láta deigan síga“ eftir að forsvarsmenn Chess.com sögðu að hann hefði „líklega svindlað meira en 100 sinnum“ í skákum á netinu.

Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur sakað Niemann um svindl.

Hinn 19 ára Niemann, sem hef­ur tekið ótrú­leg­um fram­förum á und­an­förn­um miss­er­um, neit­ar al­farið öllum ásök­un­um.

Eftir sigur á meistaramóti í Bandaríkjunum í gær sagði hann að skákin sem hann hefði nýlega unnið „talaði fyrir sig sjálfa og sýndi hvernig skákmaður ég er“.

Hann bætti við: „Hún sýndi einnig að ég ætla ekki að láta deigan síga og ég ætla að spila minn besta leik hér þrátt fyrir pressuna sem er á mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert