Fékk senda bréfasprengju í pósti

Bréfið var stílað á Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
Bréfið var stílað á Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. AFP

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fékk senda sprengju í bréfi í síðustu viku. Bréfasprengjan svipar til annarrar sem sprakk í sendiráði Úkraínu í Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. 

Spænska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. 

Í bréfinu, sem var stílað sérstaklega á ráðherrann, var að finna efni sprengiútbúnað, en það barst til ráðuneytisins 24. nóvember.

Spænska leyniþjónustan náði þó að koma í veg fyrir að Sanchez fengi bréfið afhent og aftengdi sprengjuna að sögn innanríkisráðuneytisins. 

mbl.is