Ætlaði að myrða leiðtoga sænska Miðflokksins

Annie Loof í október síðastliðnum.
Annie Loof í október síðastliðnum. AFP/Jonathan Nackstrand

Sænskur maður, sem hefur átt við andleg veikindi að stríða, hefur verið dæmdur fyrir „undirbúning hryðjuverkaglæps“. Ætlaði hann að myrða einn af æðstu stjórnmálamönnum Svíþjóðar.

Theodor Engstrom, 33 ára, var dæmdur af héraðsdómi í Gautlandi fyrir morð eftir að hann stakk í júlí síðastliðnum til bana sænskan embættismann sem hafði umsjón með samhæfingu á meðhöndlun andlegra veikinda í landinu.

Engstrom, sem játaði sekt sína í báðum tilvikum, var dæmdur til dvalar á geðdeild. Áður hafði verið úrskurðað að hann ætti við alvarleg andleg veikindi að stríða bæði fyrir glæpina og eftir þá.

Eftir að hann var handtekinn fyrir stunguárásina fann lögreglan vísbendingar um að hann hefði einnig ætlað að myrða Annie Loof, leiðtoga sænska Miðflokksins, sem var stödd skammt frá staðnum þar sem árásin var gerð.

mbl.is