Lögreglumenn á meðal látinna

Viðbragðsaðilar að störfum í rústunum.
Viðbragðsaðilar að störfum í rústunum. AFP/Abdul Majeed

Margir lögreglumenn eru á meðal þeirra 47 sem hafa fundist látnir og 150 sem eru særðir eftir sprenginguna sem varð í bænahúsi í höfuðstöðvum lögreglunnar í pakistönsku borginni Peshawar í morgun.

„Margir lögreglumenn eru grafnir undan rústunum,“ sagði Muhamma Ijas Khan, lögreglustjóri í Peshawar. Hann bætti við að venjulega mæti um 300 til 400 lögreglumenn til bænastundar í moskunni.

AFP/Abdul Majeed

„Verið er að reyna að draga þá út úr rústunum,“ bætti hann við.

Embættismaðurinn Shafiullah Khan hafði áður sagt við AFP-fréttastofunnar að tala látinna myndi hækka þar sem enn væri verið að draga lík út úr rústum bænahússins.

mbl.is