Móðir og sjö börn hennar fórust í eldsvoða

Franskir slökkviliðsmenn og lögreglumenn. Mynd úr safni.
Franskir slökkviliðsmenn og lögreglumenn. Mynd úr safni. AFP/Oliver Chassaignole

Móðir og sjö börn hennar á aldrinum tveggja til fjórtán ára fórust í eldsvoða í norðurhluta Frakklands.

Lögreglan og slökkviliðið í Frakklandi greindu frá þessu.

Konan og börnin voru sofandi þegar eldurinn braust út skömmu eftir miðnætti í húsi í bænum Charly-sur-Marne, um 80 kílómetrum austur af París. 

Eiginmaður konunnar og faðir þriggja barnanna hlaut alvarleg brunasár og var hann fluttur á sjúkrahús.

mbl.is