Fjöldi fólks slasaður eftir að skip valt á hliðina

Skipið er 76 metrar að lengd.
Skipið er 76 metrar að lengd. Ljósmynd/Twitter/Tomafc83

Fjöldi fólks er slasaður eftir að skip valt á hliðina við höfn í Edinborg í Skotlandi. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að skipið hafi byrjað að hallast klukkan hálf níu í morgun að staðartíma. Skipið var í slipp.

Fimm sjúkrabílar hafa verið sendir á staðinn en óvíst er hversu margir eru slasaðir. Skipið er 76 metrar að lengd og var áður í eigu dánarbús Paul Allen, annars stofnenda Microsoft. 

Almenningur hefur verið beðinn um að vera ekki á svæðinu til þess að hindra ekki aðgang viðbragðsaðila. 

mbl.is