Segjast hafa prófað kjarnorkudróna neðansjávar

Ljósmynd sem Norður-Kóreumenn sendu frá sér í morgun af sprengingu …
Ljósmynd sem Norður-Kóreumenn sendu frá sér í morgun af sprengingu neðansjávar. AFP

Norður-Kóreumenn segjast hafa gert tilraunir með neðansjávardróna sem er ætlaður til kjarnorkuárása og getur sett af stað „geislavirka flóðbylgju“.

Fyrr í vikunni héldu norðurkóresk stjórnvöld í Pyongyang heræfingar til að bregðast við nýlegum, sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Einn hluti af heræfingunni var að skjóta drónanum af stað í tilraunaskyni.

Mynd sem var tekin af Kim Jon-un einhvern tímann á …
Mynd sem var tekin af Kim Jon-un einhvern tímann á tímabilinu 21. mars til 23. mars. að skoða nýja vopnið, Haeil. AFP

Nýja vopnið kallast Haeil, sem þýðir fljóðbylgja á kóresku. Að sögn Norður-Kóreumanna er hægt að beita því á hvaða strönd og hvaða höfn sem er.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði yfirumsjón með tilraunaskotinu. Einnig var tilraunaeldflaugum skotið á loft.

Sérfræðingar hafa dregið í efa þessar nýjustu fregnir, þar á meðal Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha-háskóla í borginni Seúl, sem segir að taka skuli fullyrðingum Pyongyang um þetta nýja vopnakerfi með fyrirvara.

mbl.is