Frans páfi betri til heilsunnar

Frans páfi hefur notast við göngustaf og hjólastól um nokkurt …
Frans páfi hefur notast við göngustaf og hjólastól um nokkurt skeið. AFP/Vincenzo Pinto

Frans páfi er nú betri til heilsunnar en hann var í gær þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarfærasýkingar og erfiðleika við öndun. Páfinn hefur sinnt störfum sínum frá sjúkrahúsinu í morgun, að sögn talsmanns hans.

„Páfinn hvíldist vel í nótt. Klínískt mat lítur betur út og hann heldur áfram þeirri meðferð sem lagt var upp með. Eftir morgunverð las hann dagblöð og sinnti vinnu sinni,“ segir Matteo Bruni, talsmaður páfa, í yfirlýsingu.

AFP/Vincenzo Pinto

Hættir ef hann getur ekki sinnt skyldum 

Í kjöl­far inn­lagn­ar­inn­ar hafa áhyggj­ur af heilsu páfans þó stig­magn­ast en Frans hef­ur þurft að notast við göngustaf og hjóla­stól um nokk­urt skeið vegna verkja í hné. Hann á einnig við ristilvanda­mál að stríða og þurfti að gang­ast und­ir aðgerð á lunga þar sem hluti ann­ars lung­ans var skor­inn burt, ung­ur að aldri. 

Frans hefur þegar skrifað undir yfirlýsingu um að hann segi sig frá embættinu verði hann of veikur til að sinna skyldum sínum.

mbl.is