Forseti Ekvadors leysir upp þjóðþingið

Guillermo Lasso forseti Ekvador.
Guillermo Lasso forseti Ekvador. AFP

Guillermo Lasso, forseti Ekvador, sendi frá sér tilskipun í dag um að leysa bæri upp þingið. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu landsins sem forseti gefur út slíka tilskipun.

Réttarhöld standa nú yfir Lasso vegna áskana um spillingu í embætti og er framtíð hans í forsetastólnum í húfi.

Í tilskipuninni sem gefin var út í dag segir að leysa beri þingið upp vegna alvarlegrar stjórnmálakreppu í landinu og þjóðaruppþots. Kallar Lasso eftir því að landskjörstjórnin (CNE) boði til nýrra kosninga.

Samkvæmt lögum verður CNE að boða til nýrra kosninga innan sjö daga frá því að tilskipun á borð við þessa hefur verið birt, til að hægt sé að ljúka núverandi kjörtímabili.

Þangað til að nýtt þing kemur saman hefur Lasso heimild til að stjórna með tilskipunum.

Lasso sagði í ávarpi til þjóðarinnar í gær að ákvörðun um að leysa upp þingið væri „lýðræðisleg ákvörðun“ þar sem að „fólkinu væri gefinn kostur á að velja“.  

Fjöldi samtaka hafa kallað eftir fjöldamótmælum í landinu vegna ákvörðunarinnar.

Þjóðin fær að velja aftur

Réttarhöldin yfir Lasso hófust á þinginu í gær. Þar lýsti hann yfir „óumdeilanlegu“ sakleysi sínu.

Stjórnarandstaðan hefur sakað Lasso um að hafa vitað um meinta spillingu innan fyrirtækja í eigu ríkisins. Varðar spillingin m.a. bróður hans sem er sakaður um fíkniefnasmygl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert