Ein umfangsmesta drónaárás Rússa frá upphafi

Flugher Úkraínu náði að skjóta niður 52 af 54 drónum …
Flugher Úkraínu náði að skjóta niður 52 af 54 drónum Rússa. AFP

Rússar gerðu miklar loftárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti einn lést í árásinni þegar brak úr dróna féll á hann og kona slasaðist. BBC greinir frá.

Flugher Úkraínu hefur greint frá því að þeir hafi grandað 52 af 54 drónum Rússa, en um er að ræða eina umfangsmestu drónaárás sem Rússar hafa gert á Kænugarð frá upphafi innrásarinnar.

Haft er eftir talsmanni flughersins að yfir 40 drónum hafi verið grandað yfir höfuðborginni sjálfri, en þessar upplýsingar hafa ekki verið staðfestar opinberlega.

Rússar munu hafa lagt einblínt á innviði og hernaðarlega mikilvæg skotmörk, en síðustu vikur hafa fjölmargar árásir hafa verið gerðar á Kænugarð og virðist áhersla Rússa á að brjóta niður varnir borgarinnar, vera að aukast.

AFP
AFP
mbl.is