Holmes hefur afplánun í dag

El­iza­beth Hol­mes og eiginmaður hennar Billy Evans.
El­iza­beth Hol­mes og eiginmaður hennar Billy Evans. AFP/Philip Pacheco

El­iza­beth Hol­mes, stofn­andi blóðprufu­fyr­ir­tæk­is­ins Theranos, mun hefja afplánun á ellefu ára fangelsisdómi í Byran-kvennafangelsinu í Texas-ríki í dag.

Samkvæmt dómskjölum skal Holmes gefa sig fram til afplánunar eigi síðar en klukkan 14 að staðartíma í dag. 

Holmes hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að hún var ákærð árið 2018. Hún var síðan sakfelld fyrir að blekkja fjárfesta í nóvember og dæmd í ellefu ára og þriggja mánaða fangelsi. 

Samkvæmt alríkislögum skal Holmes afplána að minnsta kosti 85% fangelsisdómsins. Hún gerði til­raun til þess að áfrýja fang­els­is­dómi sín­um en þeirri beiðni var hafnað. 

Holmes og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Theranos, Ramesh Sunny Balw­ani, þurfa einnig að greiða 452 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða um 63,8 millj­arða ís­lenskra króna í bæt­ur til fórn­ar­lamba þeirra svika sem þau stóðu á bak við. Balw­ani hlaut þrett­án ára fang­els­is­dóm og hóf hann afplán­un í apríl í fang­elsi í Kali­forn­íu-ríki.

The Guardian greinir frá því að Holmes hafi varið síðustu dögum með börnunum sínum tveimur og eiginmanni sínum, Billy Evans. 

mbl.is