Sonur Bandaríkjaforseta játar skattsvik

Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt syni sínum, Hunter, í febrúar 2023.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ásamt syni sínum, Hunter, í febrúar 2023. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, hefur játað sig sekan um að hafa ekki greitt tekjuskatt og viðurkennt að hafa ólöglega átt byssu á meðan hann var fíkniefnaneytandi. Fimm ára rannsókn á málinu er lokið. 

Talið er ólíklegt að sonur forsetans eigi yfir höfði sér fangelsisvist, en samningur hans um játningu þarf að vera samþykktur af alríkisdómara.

Biden forseti og eiginkona hans, Jill, hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fregnanna.

„Forsetinn og forsetafrúin elska son sinn og styðja hann á meðan hann heldur áfram að endurreisa líf sitt,“ sagði Ian Sams, talsmaður Hvíta hússins, og bætti við að frekari viðbrögð yrðu ekki veitt af hálfu forsetahjónanna.

Skilaði ekki skattframtölum

Samkvæmt ákærunum skilaði Hunter ekki skattframtölum sínum á réttum tíma vegna tekna upp á rúmlega eina og hálfa milljón bandaríkjadala fyrir árin 2017 og 2018. Jafngildir það rúmlega 208 milljónum íslenskra króna.

Bæði árin skuldaði hann yfir 100.000 bandaríkjadala í skatt af þeim tekjum. Hvor ákæran hefur í för með sér allt að eins árs fangelsi og sekt að hámarki 100.000 bandaríkjadala.

Talið er ólíklegt að Hunter Biden eigi yfir höfði sér …
Talið er ólíklegt að Hunter Biden eigi yfir höfði sér fangelsisvist. AFP/Nicholas Kamm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka