Biden fundaði með Kristersson

Ulf Kristersson og Joe Biden í Hvíta húsinu í gær.
Ulf Kristersson og Joe Biden í Hvíta húsinu í gær. AFP/Brendan Smialowski

Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði í gær með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu, en tilgangur fundarins var að ræða umsókn Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Tyrkir og Ungverjar hafa enn ekki lagt blessun sína yfir inngöngu Svía.

Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í fyrradag að Tyrkir myndu ekki láta undan tímapressu, en vonir höfðu staðið til að umsókn Svía yrði samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í næstu viku. Fulltrúar Tyrkja og Svía munu funda um málið í dag í Brussel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert