Lögmaður Hjördísar biður um úrlausn mála

Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, hefur ritað Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf, þar sem hann biður um úrlausn mála, en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum við skipun hæstaréttardómara og beindi þeim tilmælum til ráðherra að finna viðunandi lausn í málinu.

Í bréfinu vísar Atli í tilmæli nefndarinnar um að finna viðunandi lausn. "Með tilvísun til þess og 28. greinar jafnréttislaganna óska ég eftir tillögum ráðherra," segir Atli.

Ýtrustu kröfur til ráðuneytisins gætu verið mismunur á launum Hjördísar og lífeyrisréttindum sem dómstjóra annars vegar og hæstaréttardómara hins vegar, en Atli segir einnig mögulegt að fara fram á miskabætur. "Ég set þó ekki fram neina tölulega kröfugerð, en vil heyra álit dómsmálaráðuneytisins á þessu máli, hvort þeir vilji leysa málið án þess að það gangi til dómstóla," segir Atli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert