Forsetinn staðfestir ekki fjölmiðlalögin

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag. mbl.is/Júlíus
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi á Bessastöðum að hann hefði ákveðið staðfesta ekki fjölmiðlalögin, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Ólafur Ragnar las upp yfirlýsingu þessa efnis á blaðamannafundinum og sagði m.a. að skort hefði á samhljóminn sem þyrfti að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli en að í þessari ákvörðun fælist hvorki gagnrýni á Alþingi né ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Sagðist Ólafur Ragnar hafa í dag gert forsætisráðherra og utanríkisráðherra grein fyrir ákvörðun sinni og efni yfirlýsingarinnar. Hann svaraði ekki spurningum fréttamanna og sagði rétt að láta efni yfirlýsingarinnar tala á þessum degi.

Yfirlýsing Ólafs Ragnar Grímssonar var eftirfarandi:

„1. Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar.

2. Fjölþætt tækifæri til að tjá skoðanir, meta stefnur og strauma og fá traustar fréttir af innlendum og erlendum vettvangi, eru mikilvægar forsendur þess að lýðræði okkar sé lifandi veruleiki.

3. Fjölmiðlar eru í nútíma samfélagi sá tengiliður, sem skapar almenningi aðstöðu til að njóta slíkra réttinda. Fjölbreyttir og öflugir fjölmiðlar eru ásamt þrískiptingu ríkisvaldsins skilyrði fyrir því að lýðræðislegt þjóðfélag geti þrifist og þroskast.

4. Þrískipting ríkisvaldsins er tryggð í stjórnarskránni en fjölmiðlarnir eiga sér flókari rætur. Þess vegna er nauðsynlegt að lög og reglur, sem um þá gilda, þjóni skýrt markmiðum lýðræðisins og víðtæk sátt ríki um slík lög líkt og víðtækt þjóðfélagslegt samkomulag þarf að vera um hvernig þrískiptingu ríkisvaldsins er háttað.

5. Fjölmiðlarnir eru svo mikilvægir í lýðræðisskipan nútímans, að þeir eru tíðum nefndir fjórða valdið. Margir telja að fjölmiðlarnir hafi meiri áhrif á hið raunverulega lýðræði sem þjóðir búa við, en formlegar reglur um valdmörk helstu stofnana. Í stjórnarskrá okkar segir: „Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“

6. Sjálfstæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjölmiðlar eru hornsteinar lýðræðisins.

7. Á tímum vaxandi alþjóðavæðingar eru gróskumiklir íslenskir fjölmiðlar einnig forsenda þess að við varðveitum áfram íslenska tungu, búum við sjálfstæða menningu og getum metið heimsmálin á eigin forsendum. Kraftmikil íslensk fjölmiðlun styrkir stöðu okkar í samkeppni við erlenda miðla og gegnir lykilhlutverki við að tryggja að íslensk menning og tunga haldi stöðu sinni og eflist á nýrri öld.

8. Að undanförnu hafa verið harðar deilur um þann lagagrundvöll fjölmiðlanna sem mótaður er í frumvarpi sem Alþingi hefur nú afgreitt. Þá hefur og ítrekað verið fullyrt að þetta lagafrumvarp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga. Réttmæti þeirra fullyrðinga munu dómstólar meta. Mikilvægt er hinsvegar að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöðu.

9. Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kostur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið.

Bessastöðum 2. júní 2004
Ólafur Ragnar Grímsson"

Lögin sem forseti Íslands hefur ákveðið að staðfesta ekki

mbl.is

Innlent »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

05:30 Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Meira »

Innviðir hér ekki jafn sterkir

05:30 Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. Meira »

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur. Meira »

Litla gula hænan leggur upp laupana

05:30 Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn. Meira »

HönnunarMars í skugga verkfalla

05:30 HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa. Meira »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...