Forsetinn staðfestir ekki fjölmiðlalögin

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag. mbl.is/Júlíus
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi á Bessastöðum að hann hefði ákveðið staðfesta ekki fjölmiðlalögin, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Ólafur Ragnar las upp yfirlýsingu þessa efnis á blaðamannafundinum og sagði m.a. að skort hefði á samhljóminn sem þyrfti að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli en að í þessari ákvörðun fælist hvorki gagnrýni á Alþingi né ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Sagðist Ólafur Ragnar hafa í dag gert forsætisráðherra og utanríkisráðherra grein fyrir ákvörðun sinni og efni yfirlýsingarinnar. Hann svaraði ekki spurningum fréttamanna og sagði rétt að láta efni yfirlýsingarinnar tala á þessum degi.

Yfirlýsing Ólafs Ragnar Grímssonar var eftirfarandi:

„1. Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar.

2. Fjölþætt tækifæri til að tjá skoðanir, meta stefnur og strauma og fá traustar fréttir af innlendum og erlendum vettvangi, eru mikilvægar forsendur þess að lýðræði okkar sé lifandi veruleiki.

3. Fjölmiðlar eru í nútíma samfélagi sá tengiliður, sem skapar almenningi aðstöðu til að njóta slíkra réttinda. Fjölbreyttir og öflugir fjölmiðlar eru ásamt þrískiptingu ríkisvaldsins skilyrði fyrir því að lýðræðislegt þjóðfélag geti þrifist og þroskast.

4. Þrískipting ríkisvaldsins er tryggð í stjórnarskránni en fjölmiðlarnir eiga sér flókari rætur. Þess vegna er nauðsynlegt að lög og reglur, sem um þá gilda, þjóni skýrt markmiðum lýðræðisins og víðtæk sátt ríki um slík lög líkt og víðtækt þjóðfélagslegt samkomulag þarf að vera um hvernig þrískiptingu ríkisvaldsins er háttað.

5. Fjölmiðlarnir eru svo mikilvægir í lýðræðisskipan nútímans, að þeir eru tíðum nefndir fjórða valdið. Margir telja að fjölmiðlarnir hafi meiri áhrif á hið raunverulega lýðræði sem þjóðir búa við, en formlegar reglur um valdmörk helstu stofnana. Í stjórnarskrá okkar segir: „Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“

6. Sjálfstæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjölmiðlar eru hornsteinar lýðræðisins.

7. Á tímum vaxandi alþjóðavæðingar eru gróskumiklir íslenskir fjölmiðlar einnig forsenda þess að við varðveitum áfram íslenska tungu, búum við sjálfstæða menningu og getum metið heimsmálin á eigin forsendum. Kraftmikil íslensk fjölmiðlun styrkir stöðu okkar í samkeppni við erlenda miðla og gegnir lykilhlutverki við að tryggja að íslensk menning og tunga haldi stöðu sinni og eflist á nýrri öld.

8. Að undanförnu hafa verið harðar deilur um þann lagagrundvöll fjölmiðlanna sem mótaður er í frumvarpi sem Alþingi hefur nú afgreitt. Þá hefur og ítrekað verið fullyrt að þetta lagafrumvarp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga. Réttmæti þeirra fullyrðinga munu dómstólar meta. Mikilvægt er hinsvegar að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöðu.

9. Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kostur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið.

Bessastöðum 2. júní 2004
Ólafur Ragnar Grímsson"

Lögin sem forseti Íslands hefur ákveðið að staðfesta ekki

mbl.is

Innlent »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

11:53 Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér. Meira »

Hótaði að berja lögregluþjón með kylfu

11:29 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum í Grafarvogi í mars í fyrra. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

11:13 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silkon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Hrikalegur veruleiki fíkla

10:48 Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Ari ekki lengur eftirlýstur

10:36 Ari Rún­ars­son, sem alþjóðalög­regl­an Interpol lýsti eftir í síðasta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur að sögn Arn­fríðar Gígju Arn­gríms­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Búa lengur á hóteli mömmu

09:02 Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskunnar á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »
Peysur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...