Síðasta þyrlan fór í morgun

Segja má að dagurinn í dag marki endalokin á starfsemi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli því síðustu þyrlunni á hans vegum hér á landi var nú fyrir hádegið komið fyrir í stórri flutningavél sem flaug með hana til Englands. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

„Það var því söguleg stund á Keflavíkurflugvelli í morgun því hér með er allri eiginlegri starfsemi Varnarliðsins lokið á Íslandi, enda búið að loka nánast allri starfsemi þess á varnarsvæðinu.

Þyrlusveitin er þar með öll farin til Englands. Segja má að saga sveitarinnar hér á landi endi líkt og hún byrjaði en upphaflega kom hún frá Englandi árið 1971 sem útibú frá móðursveit," að því er segir í frétt Víkurfrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert