Íslendingar sigruðu í Norðurlandakeppni í pípulögnum

Íslandsmeistarinn í pípulögnum, Árni Már Heimisson, bar í dag sigur úr býtum í Norðurlandakeppninni í pípulögnum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð, að því er Helgi Pálsson, formaður Sveinafélags pípulagningamanna, greinir frá. Segir hann þetta ver í fyrsta sinn sem Íslendingar sigri í keppninni, sem haldin er annað hvert ár. Íslendingar tóku fyrst þátt árið 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina