Koma varla til með að binda hendur borgarinnar

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. Árvakur/Golli

Það mál, sem brann hvað heitast á fulltrúum Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks á fundi borgartjórnar í gær var hvaðan fjármagnið fyrir kaupunum á Laugavegi 4-6 kemur. Fátt var hins vegar um svör frá meirihlutanum þar til undir lok umræðunnar þegar Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, bar spurninguna upp. Þá var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, til svara.

„Auðvitað munu þessir peningar koma úr borgarsjóði eða skipulagssjóði. [...] Skipulagssjóður hefur eins og menn vita fulla heimild til að kaupa upp húseignir og lóðir í miðborginni,“ sagði Kjartan en vafðist hins vegar tunga um tönn þegar Dofri spurði hvort ekki væri rétt að eftir stæðu þá 20 milljónir króna til frekari kaupa á húsnæði á árinu 2008. Þetta skýrði Dofri með því að á sérstakan eignakaupalið Eignasjóðs hefðu verið settar 600 milljónir á fjárhagsáætlun 2008.

„Þegar fjárhagsáætlun er gerð, gátu menn ekki séð allt fyrir og ég held að þessi kaup hafi menn ekki séð fyrir. En þetta mun bara ganga sína leið í borgarkerfinu,“ sagði Kjartan og klykkti út með því að kaupin kæmu varla til með að binda hendur borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert