Boðaðir í skýrslutöku

mbl.is/júlíus

Búið er að boða þá bílstjóra sem bílarnir voru hirtir af í mótmælum atvinnubílstjóra á Suðurlandsbraut í gær í skýrslutöku kl. 11:15 í dag á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

„Allir bílarnir sem voru hirtir nema einn voru ekki í mótmælunum. Þeim var öllum löglega lagt á hvíldarplani," sagði Einar Árnason flutningabílstjóri í samtali við blaðamann Fréttavefjar Morgunblaðsins.

Að sögn Einars fengu atvinnubílstjórar margar símhringingar frá almenningi í gær þar sem lýst var yfir stuðningi við þeirra málstað.

mbl.is