Flokkast sem Suðurlandsskjálfti

Grjóthrun úr Ingólfsfjalli
Grjóthrun úr Ingólfsfjalli mbl.is/Guðmundur Karl

Steinunn Jakobsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir að búast megi við eftirskjálftum eftir stóra skjálftann, sem varð klukkan 15:46 skammt frá Ingólfsfjalli.

Skjálfti, sem mældist 3,2 stig á Richter, varð á þriðja tímanum á svipuðum slóðum í dag. Steinunn sagði að starfsmenn Veðurstofunnar hefðu verið að fara yfir það hvort von væri á fleiri skjálftum þegar stóri skjálftinn varð.

Steinunn sagði að engin hætta væri á eldvirkni á þessu svæði. Hún sagði að skjálftinn flokkaðist sem Suðurlandsskjálfti og tengdist því skjálftunum sem urðu árið 2000.

Veðurstofan fylgist grannt með gangi máli og fer yfir öll gögn.

Sprungur hafa myndast á Suðurlandsvegi.
Sprungur hafa myndast á Suðurlandsvegi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina