Ísbjörninn rólegur

Hvítabjörninn sést í fjarska í hlíðinni við bæinn Hraun á …
Hvítabjörninn sést í fjarska í hlíðinni við bæinn Hraun á Skaga. mbl.is/Skapti

ísbjörninn er ennþá rólegur og heldur sig í æðavarpinu. Stendur hann upp öðru hvoru en leggst síðan aftur. Þyrla mun aðstoða lögreglu við eftirlitið.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sem hefur yfirumsjón með aðgerðum á svæðinu þar sem ísbjörninn heldur sig sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að ástandið væri óbreytt. Björninn stæði upp öðru hvoru og hristi sig en leggðist svo aftur.

Lögreglan mun vera með vakt á svæðinu í nótt og von er á þyrlu landhelgisgæslunnar til að aðstoða með eftirlit.

Von er á sérfræðingunum um miðjandag á morgun frá Danmörku sem munu aðstoða við að fanga dýrið.

mbl.is

Bloggað um fréttina