Fréttaskýring: Bankastjórinn beið átekta á hóteli

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann ...
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann en Stoltenberg er staddur hér á landi. mbl.is/Kristinn

Svein Harald Øygard, sem í morgun var settur seðlabankastjóri til bráðabirgða, hefur beðið á hóteli í Reykjavík frá því á mánudag eftir að Alþingi afgreiddi ný lög um Seðlabankann. Ríkisstjórnin leitaði víða að bráðabirgðabankastjóra. Eftir ábendingu norskra ráðherra, var ákveðið að ræða við Øygard. Þrír fyrrverandi bankastjórar eiga rétt á biðlaunum í 6 og 12 mánuði en Ingimundur Friðriksson hefur þegar afþakkað biðlaun.

Frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands, skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd, var samþykkt á Alþingi í gærkvöld með 33 atkvæðum gegn 18. Samkvæmt lögunum er bankastjórn Seðlabanka Íslands lögð niður og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni, þ.m.t. embætti formanns bankastjórnar.

Forsætisráðherra skal svo fljótt sem við verður komið auglýsa nýtt embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar samkvæmt ákvæðum laganna.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 4. febrúar og kom það til fyrstu umræðu tveimur dögum síðar. Ríkisstjórnin ætlaðist til að málið fengi hraða afgreiðslu í þinginu. Í því ljósi var þegar farið að leita að einstaklingi sem gegnt gæti embætti seðlabankastjóra til bráðabirgða, eða þar til staðan hefði verið auglýst og ráðið í hana samkvæmt nýju lögunum.

Norskir ráðherrar mæltu með á Øygard

Ríkisstjórnin leitaði víða fyrir sér, meðal annars á Norðurlöndunum. Þegar Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs heimsótti Ísland í byrjun febrúar, innti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hana eftir því hvort hún gæti bent á seðlabankastjóraefni. Halvorsen benti á Øygard. Á vef BT segir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hafi gefið Øygard sín bestu meðmæli.

Kristin Halvorsen sendi í morgun Svein Harald Øygard hamingjuóskir. Segir Halvorsen í yfirlýsingu, að Øygard búi yfir mikilli reynslu og þekkingu og sé réttur maður á réttum stað í þessu krefjandi starfi.

Nýi seðlabankastjórinn kom raunar til landsins á mánudag og hefur því beðið átekta á hóteli í Reykjavík í tæpa viku meðan Alþingi ræddi seðlabankafrumvarpið.

Biðlaunaréttur í 6 og 12 mánuði

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri baðst lausnar úr embætti seðlabankastjóra að kvöldi 7. febrúar. Jafnframt afþakkaði Ingimundur boð um að ganga til viðræðna við stjórnvöld um starfslokagreiðslur.

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, urðu hins vegar ekki við beiðni forsætisráðherra um að víkja úr embætti. Þegar Alþingi hafði samþykkt ný lög um Seðlabankann í gærkvöld og forseti staðfest lögin, var bankastjórunum tveimur sent bréf með formlegri tilkynningu um að stöður þeirra hefðu verið lagðar niður.

Þar sem stöður seðlabankastjóra eru lagðar niður vegna skipulagsbreytinga, gilda ákvæði um biðlaunaréttindi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Samkvæmt því á Eiríkur Guðnason, rétt til 12 mánaða biðlauna, sem myndast eftir 15 ára störf í þjónustu ríkisins sem embættismenn. Eins og áður segir afþakkaði Ingimundur Friðriksson starfslokagreiðslur. Davíð Oddsson á biðlaunarétt til 6 mánaða þar sem starfstími alþingismanna og ráðherra telst ekki með þjónustualdri hjá ríkinu vegna biðlaunaréttar vegna þess að þeir teljast ekki vera embættismenn heldur falla undir lög um þingfararkaup.

Tímabundinn launakostnaður Seðlabankans vegna þess er áætlaður um 44 milljónir króna eftir því sem segir í greinargerð með seðlabankafrumvarpinu og var þá við það miðað að allir þrír tækju biðlaun. Ingimundur var hættur í Seðlabankanum áður en frumvarpið var samþykkt og þiggur ekki biðlaun. Ekki liggur fyrir hvort Eiríkur eða Davíð þiggja biðlaun.

Til lengri tíma litið má reikna með að fækkun bankastjóra um tvo lækki launakostnað Seðlabankans um 32 milljónir á ári miðað við að laun nýs seðlabankastjóra verði svipuð og laun formanns núverandi bankastjórnar.

Svein Harald Øygard og Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Svein Harald Øygard og Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Taka stöðuna í lok vikunnar

07:37 Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum. Meira »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...