Furða sig á framkvæmdum við tónlistarhús

Sjómannafélag Íslands lýsir furðu sinni á því að halda eigi áfram smíði tónlistarhúss fyrir 15 milljarða á sama tíma og Landhelgisgæsla Íslands er hálflömuð vegna fjárskorts. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Sjómannafélags Íslands.

„Landhelgisgæslan sinnir gríðarlegum öryggismálum fyrir sjómenn og aðra landsmenn. Sjómennafélagið skorar því á ráðamenn þessarar þjóðar að fara forgangsraða málum eftir vilja landsmanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka