Fréttaskýring: Lántakar með frystingu inn í sumarið

Fjölmargir bíleigendur, sem tóku erlend myntkörfulán fyrir kaupum sínum á síðustu árum, hafa nýtt sér möguleika fjármögnunarfyrirtækjanna á frystingu lána eða annars konar skuldbreytingu. Flest hafa fyrirtækin þá skilmála að lánin þurfa að vera í skilum til að verða fryst.

Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu eru um 70 þúsund ökutæki í landinu skráð í eigu bílafjármögnunarfyrirtækja og lauslega má ætla að á bilinu 25-30 þúsund bíleigendur hafi nýtt sér möguleika á einhvers konar skuldbreytingu. Útistandandi bílalán eru á bilinu 150-160 milljarðar króna en ekki allt í erlendri mynt. Þeir sem tóku innlend lán að einhverju eða öllu leyti hafa í litlum mæli nýtt sér frystingu.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum hafa vanskil eitthvað aukist og sitja þau uppi með mun fleiri ökutæki en fyrir banka- og gengishrunið í haust.

Reyna fyrirtækin að koma bílunum aftur í umferð, ýmist sjálf eða gegnum bílasölur. Gengur það upp og ofan þar sem sala notaðra og nýrra bíla er mjög treg um þessar mundir. Sem dæmi um aukna vörslusviptingu má nefna að í lok febrúar sl. hafði Íslandsbanki Fjármögnun fengið til baka 140 bíla frá áramótum og nú er sú tala komin upp í 250. Skipta þessir bílar einnig hundruðum hjá flestum öðrum fyrirtækjum en þau hafa annars ekki verið viljug að gefa þessar upplýsingar.

Framlengt í átta mánuði

Fyrirtækin hafa verið að lengja tímann sem hægt er að frysta eða skuldbreyta lánum, allt upp í átta mánuði. Leiðirnar eru þó mismunandi eftir fyrirtækjum. Þannig er Avant með þrjá valkosti, sem allir gera ráð fyrir að haldið sé áfram að greiða vextina af láninu næstu átta mánuði. Í fyrsta lagi að greiða 33% af afborgunarhlutanum og þá lengist lánið um fimm mánuði, í öðru lagi að greiða 50% og þá lengist lánstíminn um fjóra mánuði og í þriðja lagi að greiða 66% hluta og þá bætast tveir mánuðir við lánstímann.

SP-Fjármögnun hefur síðan í febrúar boðið sínum viðskiptavinum að greiða sambærilega mánaðargreiðslu og í upphafi samnings, að viðbættum 25% í allt að átta mánuði. Lengist lánið sem því nemur.

Frekari veiking áhyggjuefni

Hjá Íslandsbanka Fjármögnun, fengust þær upplýsingar, að af um 15 þúsund lántakendum hefðu um 2.400 nýtt sér lækkun á afborgunum bílasamninga. Um er að ræða lækkun á greiðslum í átta mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. Er upphæðin þá föst greiðsla þennan tíma og um helmingur af fullri greiðslu eins og hún var í janúar sl. Er þetta svipuð leið og Lýsing býður upp á en lengingartími er skemmri hverju sinni, eða þrír mánuðir fyrsta kastið, og síðan 75% hlutfall í næstu þrjá mánuði.

„Hin mikla veiking krónunnar er að valda okkar viðskiptavinum miklum erfiðleikum og áframhaldandi veiking er vissulega áhyggjuefni,“ segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, en bendir á samt sé langstærstur hluti viðskiptavina bankans í skilum með bílalánin, vanskilahlutfallið upp á 1,6%. Þeir sem nýti sér úrræði bankans geti lækkað greiðslubyrðina töluvert.

Hækkun á bílaláni*

2.000.000 Lán tekið 1. nóv. 2007
3.507.000 Eftirstöðvar í maí 2009
42.577 Afborgun 15. des. 2007
84.847 Afborgun 15. maí 2009
43.061 Afborgun 15. maí 2009 m.v. 50% frystingu

*Lán í 50% jen og 50% svissn. fr.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Peningaskápur með nýjum talnalás, tegund VICTOR. Breidd, 58 cm, hæð 99 cm, dý...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...