Troðfullur salur í Iðnó

Borgarafundurinn er haldinn í Iðnó
Borgarafundurinn er haldinn í Iðnó mbl.is/im Smart

Mikið fjölmenni er á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna sem hófst í Iðnó klukkan átta í kvöld.

Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður og áhrifamaður í Vinstri grænum hvatti fólk til að hætta að borga af lánum sínum enda hafi gengistryggðu lánin verið ólögleg. Greiðsluverkfall komi til framkvæmda um mánaðamót september og október. Þorvaldur sagði óraunsætt af stjórnvöldum og fjármálastofnunum að hundsa verkföllin. Hann segir verkföll á fyrri tíð hafa skilað ýmsum réttindum sem nú standi til að skera niður

Aldís Baldvinsdóttir tekur til máls á eftir Þorvaldi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er í pallborðil að lokinni framsögu ræðumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert