Ríkisstjórnin var vöruð við

Skuggahverfið úr lofti.
Skuggahverfið úr lofti. Rax / Ragnar Axelsson

Ríkisstjórnin var vöruð við afleiðingum þess að láta þúsundir heimila fara undir hamarinn en kaus að láta markaðinn ráða för. Þetta fullyrðir Alex Jurshevski, fjármálasérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Recovery Partners, en hann segir Bandaríkjastjórn þrýsta á banka um að lækka húsnæðislán.

Jurshevski fundaði með íslenskum þingnefndum í mars og færði þá rök fyrir því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf ef svo stór hluti heimila yrði settur í gjaldþrot með tilheyrandi hruni í fasteignaverði.

Ríkisstjórnin stæði frammi fyrir tveimur vondum kostum. Annar væri að halda áfram á sömu braut, sem væri verra, ellegar að grípa inn í og láta bankana taka á sig tap við niðurfærslu húsnæðislána.

Síðari kosturinn væri sem segir ekki góður en myndi þó verða til að styrkja heimilin og þar með stuðla að því að neysla í hagkerfinu héldist í horfinu.

Forsendurnar brostnar

Með því að stefna svo stórum hluta heimila í þrot væri verið að stuðla að auknum samdrætti í neyslu með tilheyrandi aukningu í atvinnuleysi eftir því sem verslun innanlands minnkar.

„Íslenska fjármálakerfið gengur aðeins upp ef verðlagning á húsnæði er eðlileg og þegar aukinn kaupmáttur er knúinn áfram af hagvexti og litlu atvinnuleysi. Nú horfir Ísland fram á niðurfærslu á húsnæðisverði á tímum mikils offramboðs, stöðnun í launaþróun, aukið atvinnuleysi, neikvæðan hagvöxt og verðhjöðnun - staða sem er slæm fyrir þá sem tóku húsnæðislán. Ástandið er afleiðing þess að íslenska fjármálakerfið heimilar ekki afskriftir á lánum,“ segir Jurshevski. 

Án fordæmis

Jurshevski segir aðspurður að staðan á fasteignamarkaðnum á Íslandi og í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin, sé án fordæmis frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. 

Það hafi aldrei gerst fyrr að svo mörg heimili stæðu frammi fyrir því að missa heimili sín vegna fasteignabólu sem hefði sprungið. Því þurfi að grípa til óhefðbundinna aðgerða til að takast á við fordæmislausan vanda.

Máli sínu til stuðnings segir Jurshevski að Bandaríkjastjórn þrýsti nú á fjármálastofnanir að lækka fasteignalán. Verð á fasteignum hafi enda hrunið og nefnir Jurshevski til dæmis að það sé nú allt að 50% lægra á Flórída en fyrir hrun. Þeir sem hafi tekið fasteignalán setji því uppi með lán sem séu langt yfir markaðsvirði fasteignanna sem þeir keyptu er fasteignabólan reis sem hæst.

Íslendingar skulda meira

Hann segir Íslendinga skulda meira í húsnæðislán en flestar þjóðir.

„Samanlögð húsnæðislán Íslendinga námu 217% af þjóðarframleiðslu árið 2008, hlutfall sem er tvöfalt til þrefalt meira en í flestum ríkjum,“ segir Jurshevski sem leiðir líkur að því að hlutfallið sé nú jafnvel komið í 250%. 

Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ...
Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á góðri stund. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Ukulele
...
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...