Konur hvattar til að klæða sig vel

Í dag er Kvennafrídagurinn og munu konur um allt land leggja niður störf klukkan 14:25. Á þeim tíma vinnudagsins hafa konur að jafnaði unnið fyrir launum sínum miðað við hlutfallsleg laun þeirra af launum karla. Í ár er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Jafnréttisstofa hvetur allar konur til að taka þátt og klæða sig vel.

Í Reykjavík hittast konur á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15:00 og ganga niður að Arnarhóli. Einnig eru skipulagðir viðburðir á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og Skagafirði.

Fjölmargir atvinnurekendur hvetja konur til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum, meðal annars loka útibú Landsbankans klukkan 14 í dag nema við Austurstræti þar sem karlar sinna afgreiðslu.

Í tilefni af kvennafrídeginum hefur SpKef sparisjóður ákveðið að loka öllum útibúum sínum kl. 14.00 í dag að undanskyldu aðalútibúi þess í Keflavík, en þar verður skert þjónusta. Þetta er gert til að sýna samstöðu í baráttu kvenna til jafnréttis og  gefa þeim konum sem starfa hjá SpKef sparisjóð tækifæri til þess að taka þátt í hátíðarhöldum sem fram fara víða um land í dag, segir í tilkynningu frá sparisjóðnum.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert