Máli sjóðfélaga gegn Sjóði 9 vísað frá dómi

Glitnir.
Glitnir. mbl.is/Kristinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli tíu sjóðfélaga í peningamarkaðssjóðnum Sjóði 9 gegn Íslandssjóðum sem Glitnir rak. Sjóðfélögum er jafnframt gert að greiða málskostnað.

Sjóðfélagarnir fóru í mál gegn Íslandssjóðum og kröfðust skaðabóta vegna rýrnunar á verðmæti eignarhluta sinna í Sjóði 9 – peningamarkaðsbréfum á þeim forsendum að mat á bréfum Baugs Group, Eimskips og FL-Group/Stoða endurspeglaði ekki raunverulegt verðmæti þeirra á tilteknum tíma sumarið og haustið 2008, fyrir fall bankans. Töldu þeir að það að gengi sjóðsins hefði ekki verið lækkað hefði falið í sér mismunun gagnvart öðrum eigendum hlutdeildarskírteina í Sjóði 9 sem hefðu innleyst þau fyrir fall bankans.

Íslandssjóðir kröfðust frávísunar. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst á það í úrskurði sem kveðinn var upp í gær. Telur hann sjóðfélagana hvorki hafa afmarkað og skýrt nægilega hvert tjón þeirra gæti talist vera né forsendur þeirrar staðhæfingar að mat Íslandssjóða á verðbréfunum hefði ekki endurspeglað „raunverulegt virði“ þeirra á þeim tíma sem um er rætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert