Fagna lokun Laugavegar

Hluti Laugavegar hefur verður göngugata í sumar.
Hluti Laugavegar hefur verður göngugata í sumar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsir ánægju með lokun Laugavegar fyrir bílaumferð nú í sumar og hvetur til þess að haldið verði áfram á sömu braut sem fyrst.

„Eigi að síður er minnt á mikilvægi þess að metinn sé árangur aðgerðarinnar þannig að kostir og gallar komi skýrt fram, m.a. áhrif á umferð um nálægar götur, áhrif á verslun og líðan íbúa og vegfarenda,“ segir í bréfi stjórnarinnar til umhverfis-og samgönguráðs Reykjavíkur.

mbl.is