Víðförul grálúða í netið

Grálúða.
Grálúða. mbl.is/Ómar

Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF-1 veiddi í  vikunni 2½ kílós þunga grálúðu út af Seyðisfjarðardýpi. Fram kemur á vef Ramma hf. að fiskurinn hafi verið merktur  af norsku hafrannsóknastofnuninni norðvestan við Svalbarða í september 2008.

Þetta þýðir að grálúðan hefur synt að minnsta kosti 980 kílómetra vegalengd áður en hún kom í netin hjá Sigurbjörgu. 

Friðþjófur Jónsson, skipstjóri á Sigurbjörgu, telur þó líklegast að lúðan hafi synt suður meðfram kantinum vestan við Noreg og síðan yfir til Íslands eða alls um 2.600 km. Segist Friðþjófur aldrei hafa gert sér í hugarlund að grálúða ferðaðist svona langt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert