Grunaður um að vera stór alþjóðlegur smyglari

Frá Rio de Janeiro í Brasilíu.
Frá Rio de Janeiro í Brasilíu. AFP

Yfirvöld í Brasilíu grunar að Sverrir Þór Gunnarsson sé stór alþjóðlegur eiturlyfjasmyglari. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir að hann sitji nú í Ari Franco-fangelsinu og bíði þess að vera yfirheyrður.

Þetta staðfestir yfirmaður lögreglunnar á alþjóðaflugvellinum í Rió De Janiero, Richardo Bechera, í samtali við fréttastofu RÚV.

Haft er eftir Bechara að alls hafi verið smyglað 50.900 e-töflum. Málið sé stórt en tekið er fram að hann hafi ekki viljað ræða málið í smáatriðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert