Þóra: Viðbrögð RÚV léleg

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. Eggert Jóhannesson

„Og viðbrögðin hjá RÚV þegar forseti lýðveldisins sakaði stofnunina um misnotkun og starfsmenn um óheilindi – öh, ekki svaravert. Mér fannst það lélegt og undarlegt að stofnunin skyldi ekki bregðast við,“ segir Þóra Arnórsdóttir í viðtali í Sunnudagsmoggann í dag, þar sem hún gerir upp forsetakosningarnar.

„Og svo voru það pólitísku tengingarnar: Tökum Samfylkinguna og ESB og smyrjum því á hana, þá er þetta komið. Sá áróður var ofboðslega sterkur, heyrði ég frá sjálfstæðismönnum, sem unnu fyrir mig víða,“ segir Þóra í viðtalinu.

„Ég fékk sterkan stuðning frá ofboðslega stórum hópi, sem var stoltur af því að hafa tekið þátt og segir: „Ég veit að ég var í rétta liðinu.“ Það var svo mikil gleði 30. júní hjá öllu þessu fólki, sem hafði unnið baki brotnu. Auðvitað voru úrslitin vonbrigði, en ekki hvað! En samt get ég vel við unað. Þó að Ísland hafi ekki verið tilbúið í þessa breytingu núna, þá er gott að hafa tekið þátt. 

Hélt að enginn tæki mark á Samfylkingarfullyrðingum

Þóra segist hafa haldið að enginn myndi taka mark á því þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagði framboð hennar að frumkvæði Samfylkingarinnar. En annað hefði komið á daginn.

„Ég tala nú ekki um þegar blað eins og Morgunblaðið gefur því lögmæti í Staksteinum, grínmyndum og ritstjórnargreinum. Þar sagði að Ólafur Ragnar hefði „upplýst“, og vísað var í viðtalið við hann, að Jóhanna Sigurðardóttir hefði leitað að forsetaframbjóðanda í tvö ár og niðurstaðan hefði verið Þóra Arnórsdóttir. Orð hans voru tekin trúanleg um það. Ég var meira að segja nefnd fulltrúi annars stjórnarflokkanna, sem er mikil vanvirðing við þann fjölbreytta hóp sem studdi mig. Þannig að eitthvað gengur mönnum til. Ég viðurkenni hins vegar það vanmat að mér datt aldrei í hug að nokkur tæki mark á þessu, þetta var svo augljós leið til að reyna að láta kosningarnar snúast um annað en þær ættu að gera.“

Ekki tilbúin til að fara inn á þennan völl

„En stuðningsmenn mínir og ég vorum ekki tilbúin að fara inn á þennan völl. Ég veit ekki hvernig hefði farið ef við hefðum tekið leðjuslaginn,“ segir Þóra í viðtalinu. „Við vildum endilega hafa sem breiðast pólitískt litróf. En herferðin gegn okkur gekk út á að tengja okkur því sem er verulega óvinsælt, Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórninni, sem nýtur jú ekki mikilla vinsælda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »