Aldrei meira af makríl

„Niðurstaðan sýnir að meira hefur verið af makríl í íslenskri lögsögu í sumar heldur en nokkru sinni síðan þessar rannsóknir Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga hófust árið 2009,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur.

Í heild mældist um 5,1 milljón tonna af makríl á rannsóknarsvæðinu í Norðaustur-Atlantshafi og þar af 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu eða um 29% af heildarmagninu. Í lögsögu Norðmanna mældust 1.680 þúsund tonn eða 33,1% og í færeyskri lögsögu 746 þúsund tonn eða 14,7%.

Að mati Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneyti, sem jafnframt leiðir samninganefnd fyrir Íslands hönd í makríldeilunni, styrkja niðurstöðurnar samningsstöðu Íslands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag tekur Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, undir með Sigurgeiri um að samningsstaða Íslendinga styrkist og bætir við um niðurstöðu rannsóknarinnar. „Hún hvetur okkur enn frekar til að fá ásættanlegan samning um veiðarnar. Miðað við síðustu rannsóknir ættum við að spyrja okkur hvort kröfur okkar séu ekki of hóflegar,“ segir Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: