Ófullnægjandi útskýringar

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að málefni Ríkisendurskoðunar og skýrslu hennar um bókhaldskerfi ríkisins sé mun stærra mál en hann hafði áður haldið eftir að hafa fundað með Ríkisendurskoðanda í dag og segir það alvarlegt mál ef traust á
Ríkisendurskoðun bíður hnekki.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í viðtali við Mbl. að Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og allir æðstu menn stofnunarinnar ættu að segja af sér. Björn Valur sagðist þó þurfa öll gögn í málinu áður en hann gæti fellt slíkan dóm en sagði að þær útskýringar sem hefðu verið gefnar á fundinum væru langt frá því að vera fullnægjandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert