Klámið litar ofbeldið

Áhrif klámiðnaðarins og aukið aðgengi að grófu klámefni eru oft augljós í þeim málum sem koma inn á borð Neyðarmóttökunnar. Málum þar sem gerendur eru fleiri en tveir hefur fjölgað og dæmi eru um að ungir drengir hafi verið að verki. Stundum sé eins og verið sé að endurskapa gróft klám.

Á ráðstefnu HÍ um klám sem haldin var í gær var m.a. rætt um gróft klámefni sem afar auðvelt er að nálgast á netinu. Efni þar sem niðurlæging kvenna af hópum karla virðist vera eitt helsta markmiðið er nú aðgengilegt öllum sem það vilja sjá endurgjaldslaust.

Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur er verkefnisstjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og hefur starfað þar í tæp tuttugu ár. Hún segir áhrif klámiðnaðarins og auknu aðgengi að grófu klámefni vera augljós í þeim málum sem komi inn á borð Neyðarmóttökunnar. Algengara er að fleiri en einn gerendur séu í nauðgunarmálum nú en þegar Neyðarmóttakan hóf störf árið 1993 og á síðastliðnum árum hafa slík mál verið í kringum 18-20% af heildarfjölda brota.

Þá hafi það aukist á allra síðustu árum að konur og karlmenn séu gerendur sem  í sameiningu beiti brotaþola kynferðisofbeldi m.a. í nauðgunarmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert