Neftóbaksdósin gæti hækkað í 1.875 krónur

ÁTVR hefur lengi framleitt neftóbak.
ÁTVR hefur lengi framleitt neftóbak.

Aukinnar eftirspurnar eftir neftóbaki verður nú vart hjá ÁTVR. Fyrirtækið hefur tilkynnt viðskiptavinum að þeir muni fá afgreitt svipað magn af neftóbaki og sölusaga þeirra segir til um, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra.

Vænta má um 63% hækkunar á heildsöluverði neftóbaks ef þær auknu álögur sem boðaðar eru í bandorminum, frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, verða samþykktar. Þar er lagt til að tóbaksgjald af neftóbaki verði tvöfaldað en það þykir óeðlilega lágt miðað við gjald af öðru tóbaki.

Sigrún sagði að nú kosti 50 gramma neftóbaksdós 834 krónur í heildsölu. Verði af boðaðri hækkun mun heildsöluverðið hækka í 1.357 krónur, eða um 63%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert