Íslendingur grunaður um morð í Noregi

Morðinginn er í haldi lögreglu
Morðinginn er í haldi lögreglu AFP

Íslendingur er í haldi lögreglu í Valle í Noregi grunaður um að hafa myrt fimmtugan karlmann aðfaranótt sunnudags.

Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla fer sögum ekki saman um hvað gerðist en samkvæmt frétt á vef VG kom hinn myrti, Helge Dahle, tveggja barna faðir, í partý sem haldið var í Valle um nóttina. Var hann í fylgd tveggja manna og yfirgáfu þeir veisluna einhverju síðar. Stuttu síðar var hann stunginn þrisvar eða fjórum sinnum, í bakið og  brjóstið. Afar óljósar fregnir eru um hvað olli því að Íslendingurinn, sem er 38 ára gamall, tók hnífinn upp og stakk fórnarlambið.


VG hefur eftir Dag Hovden lögreglumanni í Valle og Bykle að fátt sé vitað um hvað hafi gerst en það voru gestir í partýinu sem héldu morðingjanum þar til lögregla kom á staðinn. 

Ekki kemur fram á vef Aftenposten, VG né Fædrelandsvennen að um Íslending sé að ræða en fréttastofa RÚV fékk það staðfest hjá norsku lögreglunni í morgun. DV greindi frá þjóðerni hans í gærkvöldi.

Stunginn til bana í Valle

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert