Handteknir grunaðir um vændiskaup

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan lét til skarar skríða á kampavínsklúbbnum Strawberries við Lækjargötu í nótt og voru nokkrir gestir staðarins handteknir vegna gruns um vændiskaup. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fram kemur, að um umfangsmikla aðgerð hafi verið ræða og þeir sem voru handteknir hafi verið yfirheyrðir. Þá segir að rannsóknin beinist að eigendum staðarins.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir. Þrír sem eru grunaðir um vændiskaup og fimm starfsmenn staðarins sem eru grunaðir um milligöngu. Von er á fréttatilkynningu frá lögreglunni varðandi málið, en hún hefur óskað eftir að þeir sem höfðu milligöngu í málinu verði úskurðaðir í gæsluvarðhald. Eigandi staðarins er þeirra á meðal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert